Gistiheimili á Suðurnesjum á topp tíu
- Á lista Trip Advisor
Þrjú gistihús á Suðurnesjum komust á topp tíu lista á ferðavefnum Trip Advisor yfir þau gistiheimili á Íslandi sem hafa fengið bestu umsagnir gesta. Þetta eru 1x6 Guesthouse, Ace Guesthouse og Raven´s Bed and Breakfast. Öll eru gistihúsin í Reykjanesbæ.
1x6 Guesthouse er í 3. sæti á listanum, Ace Guesthouse í 5. sæti og Raven´s Bed and Breakfast í því 9.
Ace Guesthouse við Vallarás í Reykjanesbæ er í 5. sæti á lista Trip Advisor.
Raven´s Bed and Breakfast við Sjávargötu í Reykjanesbæ er í 9. sæti á lista Trip Advisor.