Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Gestir Bláa lónsins 1,3 milljónir í fyrra
Þriðjudagur 2. janúar 2018 kl. 09:42

Gestir Bláa lónsins 1,3 milljónir í fyrra

Gestir Bláa lónsins voru um 1,3 milljónir á nýliðnu ári. Fjölgunin nam um 16% á milli ára. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
 
Grím­ur Sæ­mundsen, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir í blaðinu að þrátt fyr­ir hinn gríðarlega fjölda sé enn ekki upp­selt í lónið og að hann geri ráð fyr­ir 5-6% fjölg­un gesta á nýju ári.
 
Þá segir að þegar nýtt hót­el fyr­ir­tæk­is­ins verður tekið í gagnið í apríl næst­kom­andi má gera ráð fyr­ir því að heils­árs­störf á vett­vangi þess verði um 600.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024