Gestir Bláa lónsins 1,3 milljónir í fyrra
Gestir Bláa lónsins voru um 1,3 milljónir á nýliðnu ári. Fjölgunin nam um 16% á milli ára. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Grímur Sæmundsen, forstjóri fyrirtækisins, segir í blaðinu að þrátt fyrir hinn gríðarlega fjölda sé enn ekki uppselt í lónið og að hann geri ráð fyrir 5-6% fjölgun gesta á nýju ári.
Þá segir að þegar nýtt hótel fyrirtækisins verður tekið í gagnið í apríl næstkomandi má gera ráð fyrir því að heilsársstörf á vettvangi þess verði um 600.