Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 19. maí 2004 kl. 15:43

Gallerý Keflavík opnar á morgun

Ný tískufataverslun opnar í Reykjanesbæ á morgun en hún ber nafnið Gallerý Keflavík. Búðin er í svipuðum stíl og Gallerý Sautján búðirnar í Reykjavík.

Guðrún Reynisdóttir, eigandi Gallerý Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að búðin væri orðin stór og glæsileg. „Það er mjög jákvætt þegar nýjar verslanir af þessari gráðu opna hérna suðurfrá“, sagði Guðrún. Verslunin mun bjóða vörur frá flestum verslunum NTC, en þeir reka t.d. GS skó, Centrum, Smash og Deres. Verslunin opnar klukkan 11:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024