Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Gagnaverið stækkar í sumar
Þriðjudagur 7. maí 2013 kl. 09:55

Gagnaverið stækkar í sumar

Spennandi tímar eru framundan hjá Verne Global á Ásbrú. Undanfarin misseri hefur fyrsti áfangi gagnaversins veri í rekstri og nýverið hefur fyrirtækið tilkynnt um stækkun gagnaversins. Innan fárra vikna kemur til landsins annar áfangi gagnaversins þegar búnaður frá Colt kemur til landsins. Sá búnaður samanstendur af tilbúnum gámaeiningum sem raðað er saman í húsnæði Verne á Ásbrú.

Sífellt eru fleiri ríki, einkafyrirtæki og opinberar stofnanir að reyna að leita leiða til þess að takmarka orkunotkun og mengandi útblástur. Verne Global er því að auka við getu gagnaversins á Ásbrú til að mæta þessum þörfum viðskiptavina sinna sem vilja bæta orkunýtni og fá arðbærar og sjálfbærar gagnalausnir.

Verne Global tilkynnti einnig nýlega um söluaukningu í Evrópu. Viðskiptavinir í Evrópu hafa verið að sýna gagnaverinu á Íslandi mikinn áhuga vegna hækkandi orkuverðs í Evrópu, sem og áframhaldandi þrýstingi á fyrirtæki um að skuldbinda sig til þess að minnka útblástur kolefna í andrúmsloftið. Vegna þessarar aukinnar eftirspurnar í Evrópu hefur Verne Global nýlega ráðið til sín Andreas Strum sem forstjóra viðskiptaþróunar í Þýskalandi, Austurríki og Sviss.

Að lokum þá er vert að minnast á það að Verne Global hlaut fyrir skemmstu Computerworld Honors Program verðlaunin árið 2013 fyrir að innleiða átaksverkefni í sjálfbærri upplýsingatækni. Þar sem gagnaverið er fyrsta fullkomna verið í geiranum sem notast aðeins við 100% endurnýtanlega orku, hefur Verne Global verið verðlaunað fyrir að minnka orkunotkun í upplýsingartækni og nota „græna tækni“ til þess að spara orku og minnka útblástur kolefna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024