Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Gætu bjargað sér með úrræðum stjórnvalda
Miðvikudagur 4. desember 2013 kl. 11:25

Gætu bjargað sér með úrræðum stjórnvalda

„Þetta eru svipaðar tölur og undanfarin tvö til þrjú ár. Skuldirnar eru búnar að standa lengi og fjöldi uppboða líka. Þetta ár virðist ætla að vera með flestar sölur á einu ári en það munar þó ekki miklu. Ef það bætast 20 eignir við 280 eignir, þá er það ekki hátt í prósentum talið,“ segir Þórólfur Halldórsson, Sýslumaðurinn í Keflavík. 82 framhaldsuppboð á eignum á Suðurnesjum voru auglýst í síðasta tölublaði Víkurfrétta.  

Aðspurður segir Þórólfur eitthvað vera um að skuldir séu vegna þess að þeir sem skuldi íbúðalán hafi ákveðið að greiða ekki af þeim, en sýslumaður hafi ekki yfirsýn yfir það. „Vanskil eru grundvöllurinn. Mál hvers og eins er einstakt og ekki hægt að fullyrða um stöðu hvers máls eftir að samþykkisfrestur rennur út. Hann hefur verið lengdur og rennur í sumum tilfellum út í lok janúar,“ segir Þórólfur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann segir að ýmis úrræði séu búin að vera í gangi í mörg ár; greiðsluaðlögun og fleira fyrir þá sem hafi verið í miklum vanskilum. „Þeir sem eru með í nauðungarsölu gætu bjargað sér með þessum nýju úrræðum stjórnvalda, en ég get þó ekki lagt mat á það. Það þarf ekki að vera í vanskilum til að njóta úrræða ríkisstjórnarninnar eins og þau eru kynnt núna.“ Hann geti þó engu spáð um það því málin séu misjöfn eins og þau eru mörg.

Aðspurður segir Þórólfur að yfirleitt séu einhverjir heima þegar eignir þeirra séu boðnar upp og það segi sig sjálft að margir eigi erfitt þegar uppboðin fari fram. „Við erum þó ekki Félagsmálastofnun og höfum ekki yfirsýn eftir það sem gerist að uppboðum loknum. Það eru hlutir sem eru ekki á okkar borðum,“ segir Þórólfur að lokum.

 

VF/Olga Björt