Framhaldsskólanemar eru bestu kúnnarnir
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja og SAMbíóin í Keflavík haft gert með sér nýjan og spennandi samning. Gott samstarf hefur verið á milli þessara aðila undanfarin ár og segir Haraldur Axel Einarsson að engin breyting sé fyrirhuguð í þeim efnum, þvert á móti þá vilji hann gera samstarfið enn betra enda séu þetta bestu viðskiptavinir kvikmyndahússins, framhaldsskólanemarnir.
Meðal nýjunga sem boðið verður upp á fyrir NFS-meðlimi í ár eru sérstök tilboð sem mörg hver bera skemmtileg nöfn eins og businn, dúxinn, skólameistarinn og herra/frú fit.
SAMbíóin og NFS munu jafnframt frumsýna fyrsta þátt af Hnísunni sem er sjónvarpsþáttur nemendafélagsins í sal bíósins ásamt því að samstarf mun vera með sérstakar sýningar fyrir nemendur.
Mynd/EyþórSæmundsson: Hér handsala þeir Viktor Gunnarsson (markaðsstjóri FS), Haraldur Axel Einarsson (Rekstrarstjóri SAMbíóanna Keflavík ) og Gauti Þormar (gjaldkeri FS) samninginn.