Fram Foods hf. kaupir einn helsta síldarframleiðanda Finnlands
Íslenska matvælafyrirtækið Fram Foods hefur keypt alla hluti í einum stærsta síldarframleiðanda Finnlands, Boyfood Oy. Boyfood Oy selur síld undir vörumerkinu BOY, sem er áberandi í finnskum matvöruverslunum, en jafnframt er Boyfood stór framleiðandi síldarvara sem seldar eru undir vörumerkjum verslana. Með kaupunum hefur Fram Foods tryggt sér sterkt vörumerki á stórum markaði. Fram Food sem meðal annars með vinnslu í Reykjanesbæ.
Fram Foods hf. rekur fyrirtæki í sex löndum: Svíþjóð, Frakklandi, Íslandi, Þýskalandi, Chile og Finnlandi. Fyrirtækin framleiða matvæli unninn úr sjávarafurðum sem seld eru í neytendaumbúðum víðs vegar um Evrópu. Vörurnar eru framleiddar undir eigin vörumerkjum og vörumerkjum verslana. Boyfood fellur því vel að starfsemi Fram Foods. Lykilstarfsmenn eiga ráðandi hlut í Fram Foods en starfandi stjórnarformaður er Halldór Þórarinsson og forstjóri er Hilmar Ásgeirsson. Eftir kaupin er áætluð velta Fram Foods 55 milljónir evra. Kaupverð Boyfood Oy er trúnaðarmál.
Boyfood hefur frá stofnun þess árið 1977 og þar til nú verið í eigu Matti Ruuska.
Að sögn seljandans, hefur Boyfood alltaf haft sterk tengsl við Ísland og íslenska síld þar sem gæði íslenskrar síldar hefur átt stóran þátt í því að gera BOY að sterkasta vörumerki á finnska markaðnum en Finnar eru með mestu síldarneytendum í heimi.. "Boyfood hefur alltaf haft sterk tengsl við Ísland og íslenska síld. Salan á Boyfood til íslensks fyrirtækis mun styrkja stöðu Boyfood á finnska markaðnum og treysta áframhaldandi tengsl Boyfood við íslensk gæði."
Fram Foods áætlar að byggja upp og framþróa vörumerkið BOY og byggja á þeim gæðastimpli sem vörumerkið hefur í huga Finna. Halldór Þórarinsson, stjórnarformaður Fram Foods, segir að Boyfood sé traust fyrirtæki sem Fram Foods ætli sér að styrkja enn frekar. "Boyfood hefur undanfarin ár verið í fararbroddi í framleiðslu og markaðssetningu síldarafurða og tekist að sameina framúrskarandi framleiðsluaðferðir miklum gæðum á vörunni. Við erum að stækka Fram Foods til að fylgja eftir þeirri þróun sem á sér stað á evrópska smásölumarkaðnum, þar sem verslunarkeðjur eru sífellt að stækka. Boyfood hefur samninga við allar stærstu verslunarkeðjur Finnlands. Kaupin á fyrirtækinu stækka því markaðssvæði okkar, eflir stöðuna á Norðurlöndunum og gerir okkur að einu öflugasta fyrirtæki á okkar sviði á Norðurlöndum," segir Halldór.
Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka veitti ráðgjöf og annaðist fjármögnun viðskiptanna.
Fram Foods hf. rekur fyrirtæki í sex löndum: Svíþjóð, Frakklandi, Íslandi, Þýskalandi, Chile og Finnlandi. Fyrirtækin framleiða matvæli unninn úr sjávarafurðum sem seld eru í neytendaumbúðum víðs vegar um Evrópu. Vörurnar eru framleiddar undir eigin vörumerkjum og vörumerkjum verslana. Boyfood fellur því vel að starfsemi Fram Foods. Lykilstarfsmenn eiga ráðandi hlut í Fram Foods en starfandi stjórnarformaður er Halldór Þórarinsson og forstjóri er Hilmar Ásgeirsson. Eftir kaupin er áætluð velta Fram Foods 55 milljónir evra. Kaupverð Boyfood Oy er trúnaðarmál.
Boyfood hefur frá stofnun þess árið 1977 og þar til nú verið í eigu Matti Ruuska.
Að sögn seljandans, hefur Boyfood alltaf haft sterk tengsl við Ísland og íslenska síld þar sem gæði íslenskrar síldar hefur átt stóran þátt í því að gera BOY að sterkasta vörumerki á finnska markaðnum en Finnar eru með mestu síldarneytendum í heimi.. "Boyfood hefur alltaf haft sterk tengsl við Ísland og íslenska síld. Salan á Boyfood til íslensks fyrirtækis mun styrkja stöðu Boyfood á finnska markaðnum og treysta áframhaldandi tengsl Boyfood við íslensk gæði."
Fram Foods áætlar að byggja upp og framþróa vörumerkið BOY og byggja á þeim gæðastimpli sem vörumerkið hefur í huga Finna. Halldór Þórarinsson, stjórnarformaður Fram Foods, segir að Boyfood sé traust fyrirtæki sem Fram Foods ætli sér að styrkja enn frekar. "Boyfood hefur undanfarin ár verið í fararbroddi í framleiðslu og markaðssetningu síldarafurða og tekist að sameina framúrskarandi framleiðsluaðferðir miklum gæðum á vörunni. Við erum að stækka Fram Foods til að fylgja eftir þeirri þróun sem á sér stað á evrópska smásölumarkaðnum, þar sem verslunarkeðjur eru sífellt að stækka. Boyfood hefur samninga við allar stærstu verslunarkeðjur Finnlands. Kaupin á fyrirtækinu stækka því markaðssvæði okkar, eflir stöðuna á Norðurlöndunum og gerir okkur að einu öflugasta fyrirtæki á okkar sviði á Norðurlöndum," segir Halldór.
Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka veitti ráðgjöf og annaðist fjármögnun viðskiptanna.