Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Flybe lendir á Íslandi
Mánudagur 30. júní 2014 kl. 12:12

Flybe lendir á Íslandi

– Nýtt áætlunarflug frá Birmingham til Íslands er hafið

Flybe, stærsta svæðisbundna flugfélag Evrópu, hóf áætlunarflug sitt til Íslands í gær þegar fyrsta þota félagsins lenti í Keflavík.

Flugin munu tengja Birmingham beint við Keflavík og mun Flybe fljúga þrisvar í viku til Íslands frá Birmingham. Flogið verður á sunnudögum, þriðjudögum og föstudögum.

Í tilefni af fyrsta fluginu var tekið á móti flugvélinni samkvæmt alþjóðahefð með vatnsboga. Á meðal farþega var hópur þekktra breskra blaðamanna, ásamt flugleiðastjóra Flybe, Fred Kochak.

Stuart Gill, sendiherra Bretlands á Íslands, tók á móti farþegunum í gærkvöldi: „Breskir ferðamenn heimsækja Ísland í síauknum mæli. Þeir koma til að njóta alls hins stórkostlega sem Ísland hefur upp á að bjóða, allt árið um kring. Áætlunarflug Flybe er enn eitt dæmi um vaxandi tengsl landanna tveggja. Ég óska flugfélaginu til hamingju með að bjóða upp á allra nýjustu flugleiðina til Íslands. Nú er hægt að fljúga til Reykjavíkur [Keflavíkur innsk.blm.] frá átta breskum þéttbýlisstöðum.“

Við sama tækifæri sagði Kochak: „Við hjá Flybe erum stolt af því að vera fyrsta flugfélagið til að bjóða upp á reglulegt flug milli þessara borga og að tengja Reykjavík [Keflavíkur innsk.blm.] og Birmingham saman með áætlunarflugi í fyrsta skipti.”

Birmingham er næst stærsta borg Bretlands og er að auki vel staðsett fyrir farþega sem vilja komast til London eða áleiðis til Evrópu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024