Flugstöðin og Golfklúbbur Suðurnesja í samstarf
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Fríhöfnin og Golfklúbbur Suðurnesja hafa skrifað undir samstarfs- og styrktarsamning. Með samningnum verða Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) og Fríhöfnin eitt af styrktar- og samstarfsfyrirtækjum Golfklúbbs Suðurnesja (GS). Samningurinn felur m.a. í sér að FLE verður einn af aðalstyrktaraðilum Pro-am mótsins sem haldið verður 18. júlí og Íslandsmótsins í höggleik sem haldið verður á Hólmsvelli Leiru 21. - 24. júlí. GS mun skipuleggja golfkennslu fyrir starfsfólk FLE í sumar og golfmót fyrir FLE og Fríhöfnina sem samstarfsaðilum fyrirtækjanna verður boðið til.
Í samningnum er gert ráð fyrir því Golfklúbbur Suðurnesja verði áberandi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda sagði Gunnar Þórarinsson, formaður GS að golfklúbburinn væri ekki bara íþróttafélag heldur og þátttakandi í ferðaþjónustu svæðisins. Með hliðsjón af þeim gríðarmikla fjölda ferðamanna sem færu um flugstöðina væri það mikilvægt fyrir Hólmsvöll í Leiru að vera sjáanlegan í auglýsingum enda aðeins um 5 mínútna akstur á milli staðanna. „Við væntum mikils af samstarfinu við Flugstöðina og Fríhöfnina og erum ákaflega ánægðir með samninginn“
Skrifað var undir samninginn í húsnæði golfklúbbins á Leirunni, mánudaginn 23. maí 2005. Myndin var tekin við það tækifæri. Á henni eru: Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri FLE hf., Gunnar Þórarinsson formaður Golfklúbbs Suðurnesja og Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf.
Í samningnum er gert ráð fyrir því Golfklúbbur Suðurnesja verði áberandi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda sagði Gunnar Þórarinsson, formaður GS að golfklúbburinn væri ekki bara íþróttafélag heldur og þátttakandi í ferðaþjónustu svæðisins. Með hliðsjón af þeim gríðarmikla fjölda ferðamanna sem færu um flugstöðina væri það mikilvægt fyrir Hólmsvöll í Leiru að vera sjáanlegan í auglýsingum enda aðeins um 5 mínútna akstur á milli staðanna. „Við væntum mikils af samstarfinu við Flugstöðina og Fríhöfnina og erum ákaflega ánægðir með samninginn“
Skrifað var undir samninginn í húsnæði golfklúbbins á Leirunni, mánudaginn 23. maí 2005. Myndin var tekin við það tækifæri. Á henni eru: Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri FLE hf., Gunnar Þórarinsson formaður Golfklúbbs Suðurnesja og Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf.