Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hyggst kaupa Íslenskan markað
Miðvikudagur 26. maí 2004 kl. 15:52

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hyggst kaupa Íslenskan markað

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á í samningaviðræðum við forsvarsmenn Íslensks Markaðar hf. um kaup á fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa þessar viðræður staðið yfir í nokkurn tíma.
Forsvarsmenn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar neituðu alfarið að tjá sig um málið er Víkurfréttir leituðu viðbragða þeirra.
Orri Vigfússon varaformaður stjórnar Íslensks markaðar sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri eitthvað á döfinni en að hann gæti ekkert sagt til um hvað það væri.

Forsvarsmenn Íslensks markaðar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafa að undanförnu eldað grátt silfur saman í kjölfar úrskurða Samkeppnisstofnunar, en flugstöðin sagði upp húsaleigusamningi Íslensks markaðar fyrir stuttu. Nýverið úrskurðaði Samkeppnisráð um að uppsögn húsaleigusamningsins væri óheimil.

Um 25 starfsmenn starfa hjá Íslenskum markaði í Leifsstöð og var velta fyrirtækisins á síðasta ári um 500 milljónir króna. Eigendur fyrirtækisins eru rúmlega 40 talsins og er Osta- og smjörsalan þar stærst ásamt Sláturfélagi Suðurlands og Íslensk Ameríska verslunarfélaginu. Íslenskur markaður hf. var stofnað árið 1970 og hefur frá upphafi rekið verslun á Keflavíkurflugvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024