Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Flugstöð Leifs Eiríkssonar  og Fróði undirrita samning um dreifingu tímarits í flugstöðinni
Föstudagur 9. júní 2006 kl. 15:12

Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Fróði undirrita samning um dreifingu tímarits í flugstöðinni

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Fróði ehf. hafa undirritað samning um dreifingu á tímariti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tímaritið mun koma út 6 sinnum á ári eða annan hvern mánuð og mun fyrsta tölublað koma út í júlí.

Um er að ræða afþreyingar- og auglýsinga tímarit með ferðatengdu efni. Fróði mun bera ritstjórnarlega ábyrgð á blaðinu og er ábyrgt fyrir allri efnisöflun og sölu auglýsinga í blaðið. Jafnframt sér Fróði um hönnun, umbrot og prentun þess og skilar því  fullbúnu til dreifingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Á mynd eru: Höskuldur Ásgeirsson forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. og Guðmundur H. Baldursson markaðsstjóri Fróða ehf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024