Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Flugferðum um Keflavíkurflugvöll fjölgar um fimm prósent
Laugardagur 14. janúar 2012 kl. 15:13

Flugferðum um Keflavíkurflugvöll fjölgar um fimm prósent


Framboð á flugi frá landinu eykst lítillega í sumar frá því síðasta þrátt fyrir tilkomu fjögurra nýrra félaga. Nýju áfangastaðirnir verða tveir. Frá þessu er greint á Túristi.is

Tvær af hverjum þremur brottförum frá Keflavíkurflugvelli í sumar verða á vegum Icelandair. Félagið er langstærsta flugfélagið hér á landi. Iceland Express er annað umsvifamesta fyrirtækið í millilandsflugi því rúmlega tíunda hver vél sem tekur á loft frá Keflavík í júlí er merkt félaginu. Vægi þess hefur þó minnkað töluvert frá síðasta sumri þegar það stóð fyrir nærri því fjórðu hverri ferð.

Þessi samdráttur hjá fyrirtækinu er helsta ástæða þess að flugum fjölgar aðeins um tæplega fimm prósent í júlí, í samanburði við sama tíma í fyrra, þrátt fyrir tilkomu fjögurra nýrra flugfélaga og aukinna umsvifa hjá Icelandair.

Vægi nýju félaganna Easy Jet, Norwegian og Primera Air er lítið en Wow Air verður þriðji stærsti aðilinn í millilandaflugi eins og sjá má á töflunni hér að neðan sem byggð er á upplýsingum af heimasíðu Keflavíkurflugvallar og fyrirtækjanna sjálfra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar hér.