Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Flugeldasalan á fullt í dag
Miðvikudagur 28. desember 2011 kl. 10:08

Flugeldasalan á fullt í dag

Knattspyrnudeild Keflavíkur er með mikið úrval af innfluttum sprengjum í ár sem aldrei hefur verið boðið upp á hjá deildinni áður. „Við erum aðallega í kökum og rakettum og úrvalið er gott og verðið í samræmi við það,“ sagði Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur þegar blaðamaður leit inn í flugeldasöluna hjá Keflvíkingum að Iðavöllum 7.

„Við erum með lægra verð en áður og nú er m.a. 20% afsláttur þegar salan fer af stað klukkan 15:00 í dag. Við höfum verið með flugelda í 25 ár og eigum dyggan hóp stuðningsmanna sem styðja vel við bakið á starfi félagsins og versla alltaf hjá okkur. Þetta er mikilvægt fyrir okkar starf.“

Opið frá 10:00 til 22:00 fram að nýja árinu og til klukkan 16:00 á gamlársdag.

Mynd/EJS: Þeir Þorsteinn Magnússon og Oddur Sæmundsson sögðu mesta púðrið vera í þessum veglegu pökkum sem nálgast má í íþróttavallarhúsinu á Iðavöllum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024