Flug milli Keflavíkur og Seattle í Bandaríkjunum
Icelandair mun hefja beint áætlunarflug fjórum sinnum í viku milli Íslands og Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna þann 22. júlí næstkomandi.
Flogið verður fjórum sinnum í viku, frá Íslandi á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum, brottför kl 17.00 og koma til Seattle kl. 16.45.
Frá Seattle verður flogið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum, brottför kl. 15:30 og koma til Íslands kl. 06:45.