FLE semur við Hitaveituna
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) hefur undirritað samning við Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS) um kaup á raforku og heitu vatni. Við sama tilefni var undirritaður þjónustu- og samstarfssamningur á milli fyrirtækjanna.
Með samningunum hefur FLE tryggt sér heitt vatn til upphitunar fyrir byggingar sínar á Keflavíkurflugvelli sem og raforku fyrir alla sína starfsemi. Þjónustu- og samstarfssamningur við HS tryggir aukið afhendingaröryggi raforku til FLE. Samningurinn nær einnig til reksturs og viðhalds á varaaflstöð sem tryggir FLE ávallt nægt varaafl í straumleysi.
Á mynd eru: Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs FLE, Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri FLE, Júlíus Jón Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja og Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sölu- og framleiðslusviðs Hitaveitu Suðurnesja.
Með samningunum hefur FLE tryggt sér heitt vatn til upphitunar fyrir byggingar sínar á Keflavíkurflugvelli sem og raforku fyrir alla sína starfsemi. Þjónustu- og samstarfssamningur við HS tryggir aukið afhendingaröryggi raforku til FLE. Samningurinn nær einnig til reksturs og viðhalds á varaaflstöð sem tryggir FLE ávallt nægt varaafl í straumleysi.
Á mynd eru: Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs FLE, Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri FLE, Júlíus Jón Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja og Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sölu- og framleiðslusviðs Hitaveitu Suðurnesja.