Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 28. nóvember 2001 kl. 07:26

Fjóla gullsmiður á heimaslóðir

Fjóla Þorkelsdóttir, gullsmiður og eiginmaður hennar, Heimir Snorrason hafa tekið við rekstri Rúbín við Hafnargötu. Verslunin hefur nú fengið nafnið Fjóla. Fjóla hefur verið einn dag í viku í Rúbín á annað ár og boðið upp á gullsmíðaþjónustu. Í verslun Fjólu er ýmiskonar gjafavara til sölu, skartgripir, leir- og myndlist, borðbúnaður frá Mikassa, glervörur, kristall og borðbúnaður af ýmsu tagi.
Fjóla er fædd og uppalin í Keflavík og er því komin á heimaslóðir en hún hefur undanfarin ár starfrækt vinnustofu í Reykjavík en hún lærði gullsmíði á Ísafirði. „Ég flyt vinnustofuna hingað til Keflavíkur og verð hér alla daga“, segir Fjóla en auk gjafavaranna býður hún upp á sérsmíði, viðgerðir og breytingar auk áletrana. Nú fyrir jólin eru ýmis tilboð í gangi og má þar nefna tilboð á hnífapörum og glervöru. Verslunin er opin alla virka daga fá kl. 10-18 og frá kl. 10-13 á laugardögum. Hægt er að hafa samband við Fjólu í síma: 421-1011 eða í gegn um tölvupóst, [email protected]. Í framtíðinni geta viðskiptavinir síðan fylgst með skartsgripum frá Fjólu á www.skart.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024