Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fjármögnun Thorsil kísilverk-smiðjunnar á lokastigi - 85% framleiðslunnar seld
Laugardagur 20. febrúar 2016 kl. 10:46

Fjármögnun Thorsil kísilverk-smiðjunnar á lokastigi - 85% framleiðslunnar seld

Fjármögnun upp á 35 milljarða króna fyrir kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík er á lokastigi að því er kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við John Fenger, stjórnarformann fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að 350 til 400 manns starfi við byggingu verksmiðjunnar og um 130 manns eftir að hún hefur framleiðslu.
John hefur unnið að verkefninu frá árinu 2011. Hann segir að í verksmiðjunni verði framleidd um 54 þúsund tonn af kísilmálmi og 26 þúsund tonn af kísildufti. Fyrirtækið hefur starfsleyfi fyrir fjóra ofna en í þessum áfanga verður verksmiðja með tveimur ofnum reist.

„Við teljum sérstaklega ánægjulegt að í þessu verkefni geti íslenskir fjárfestir notið góðs af hagstæðum aðstæðum hérlendis og þar að auki muni félagið greiða alla sína skatta á Íslandi. Verkefnið hefur tekið lengri tími en við áætluðum upphaflega, aðallega vegna frágangs raforku- og sölusamninga. Við erum á áætlun að klára samninga um fjármögnun í marsmánuði og gerum ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu á verksmiðjunni geti hafist um mitt ár. Samkvæmt samningum um raforkukaup, þá eigum við að setja fyrsta ofninn í gang á öðrum ársfjórðungi 2018,“ segir John í viðtali við Morgunblaðið.

Thorsil hefur samið um sölu á 85% af framleiðslunni til tíu ára. Þrátt fyrir fleiri kísilmálmverksmiðjur á Íslandi sé gert ráð fyrir því að eftir um það bil 4-5 ár verði mikil vöntun á kísilmálmi. Framtíðarhorfur séu því mjög góðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Teikning af verksmiðjunni í Helguvík. Að vísu vantar á þessa mynd United Silicon verksmiðjuna en hún hefur starfsemi í vor. Verksmiðja Thorsil mun hefja framleiðslu vorið 2018.