Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 19:33

FISKANES KAUPIR 50 M.KR. FJÖLVEIÐISKIP FRÁ KÍNA

Limac skipasmíðasamsteypan í Kína mun smíða 50 milljóna fjölveiðiskip fyrir Fiskanes hf. í Grindavík og er skipinu ætlað að koma í stað Ólafs GK 33 sem smíðaður var 1970 og verður seldur frá félaginu án kvóta.Skipasýn ehf. hannaði bátinn sem er níundi og síðasti báturinn í bili sem smíðaður verður samkvæmt raðsmíðasamningi við kínverja. Báturinn er 21,5 m x 6 m með 600 hestafla aðalvél. Hann verður útbúinn fyrir dragnóta- og netaveiðar og er lestarrými fyrir 52 kör og íbúðir fyrir sex menn. Að sögn Sigurbjarnar Daða Dagbjartssonar hjá Fiskanes er gert ráð fyrir að smíði ljúki á u.þ.b einu ári og þá verði öllum skipunum níu raðað í fragtskip og siglt til Íslands. „50 m.kr fyrir skip af þessari stærð er mjög ódýrt og einungis hægt vegna þess að um raðsmíði er að ræða“ sagði Sigurbjörn Dagði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024