Fín aðsókn á sýningu Reykjanesvirkjunar
Á árinu 2010 komu tæplega 6000 manns í heimsókn til fyrirtækja á vegum HS orku, þar af komu rúmlega 3200 í gegnum sýningu fyrirtækisins í Reykjanesvirkjun, Orkuverið jörð. Gestir á sögusýningu vatnsins sem staðsett er í Inntakshúsi Skannsinum Vestmannaeyjum voru alls um 390.
Gestir fræðast um fyrirtækið, um jarðhitavinnsluna og af hverju hún er möguleg á Reykjanesi. Gestirnir koma víða að og hafa ólíkann bakgrunn. Um misstóra hópa er að ræða hverju sinni. Því hefur verið þannig háttað að nærri allir sem hafa sóst eftir heimsókn hafa komist í heimsókn. Nú er að verða breyting á en þessa dagana er unnið að reglum um heimsóknir út frá öryggi og þessháttar. Ljóst er að þeir sem fara í gegnum orkuverin verða aðeins þeir sem tengjast fyrirtækinu á einhvern hátt, starfa í svipuðum geira eða nemendur í þessum fræðum.
Öðrum gestum verður vísað á sy´ninguna Orkuverið jörð. Þá verður stærð hópa sem fara í gegnum orkuverin takmörkuð af öryggisástæðum. Þá þarf einnig að huga að aðstöðu til móttöku gesta í Svartsengi. Rekstraraðili sér um sy´ninguna Orkuverið jörð í Reykjanesvirkjun, sá sami og hefur séð um hana frá opnun hennar í júlí 2008. Frá 15. maí til 15. september er sýningin aðeins opin um helgar frá kl. 12:30 - 16:30. Fyrir utan þann tíma samkvæmt samkomulagi.
Nánari upply´singar um sy´ninguna er hægt að finna inn á www.powerplantearth.is