Fida hjá GeoSilica fjallaði um beina nýtingu jarðvarma
„Það var mikill heiður að vera hluti af þessari ráðstefnu þar sem við hjá GeoSilica leggjum áherslu á að auka nýtingu þeirra auðlinda sem við höfum hér á Íslandi með því að framleiða hágæða steinefni unnið úr jarðhitavatni Hellisheiðavirkjunnar,“ segir Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjórya GeoSilica en síðasta fimmtudag flutti hún erindi á ráðstefnu í Hellisheiðarvirkun um beina nýtingu jarðvarma. Meðal gesta voru margir af forstjórum stærstu orkufyrirtækjum heims og frá stjórnvöldum.
Gestirnir á ráðstefnunni fræddust um beina nýtingu á jarðvarma og þá sérstaklega um starfssemi GeoSilica. Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra GeoSilica, flutti erindi fyrir gesti og vakti það athygli hjá gestunum en ekki síst sú verðmætasköpun sem á sér stað hjá GeoSilica með beinni nýtingu jarðvarma hér á Íslandi.
Við höfum verið í nánu samstarfi við Orku Náttúrunnar frá upphafi og tekið sameiginlega þátt í ráðstefnum sem þessari frá upphafi til þess að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað á Íslandi,“ segir Fida.
Þegar erindi Fidu var lokið fengu gestir að gæða sér á veitingum og fengu þeir allir smakk af GeoSilica vörunum sem vakti mikla lukku en gestum þótti áhugavert að fá tilfinningu fyrir því hverskonar verðmæti er hægt að skapa úr jarðhitavatni. Ísland heldur áfram að vera fremst á heimsmælikvarða í nýtingu á jarðvarma og nýsköpun í nýtingu jarðvarma vekur alltaf athygli erlendra aðila.Frumkvöðlar í slíkri starfsemi hafa því frá miklu að segja þegar slíkir aðilar koma til landsins, segir í fréttatilkynningu frá GeoSilica.