Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

FÍB og Sjóvá bjóða þjónustu í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 9. janúar 2008 kl. 14:57

FÍB og Sjóvá bjóða þjónustu í Reykjanesbæ

Viðskiptavinir Sjóvár sem búsettir eru í Reykjanesbæ og eru með Stofn hjá fyrirtækinu geta nú nýtt sér þjónustu FÍB-Aðstoðar ef bíllinn bilar. Þjónustan var tekin upp um áramótin, en fyrir var FÍB með þessa þjónustu á Höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Selfossi.


Í tilefni 90 ára afmælis Sjóvár í ár verður þjónustan ókeypis út árið 2008.


Þeir sem eru í Stofni geta hringt í símanúmer Vegaverndar Sjóvár, 440-2222, og fengið eftirfarandi þjónustu:
-Rafmagn. Ef bíllinn er straumlaus, t.d. á köldum vetrarmorgni er veitt aðstoð við að koma bílnum í gang.
-Bensín. Ef bíllinn er bensínlaus fæst aðstoð og brúsi með 5 lítrum af bensíni eða olíu. Nóg til að komast á næstu bensínstöð.
-Dekk. Ef springur og dekkjaskipti eru vandamál, t.d. ef vantar tjakk eða felgulykil, kemur aðstoðin til hjálpar við að skipta.
-Verkstæði. Ef eitthvað er að, sem ekki er hægt að kippa í lag á staðnum, hringir Sjóvá Vegavernd á dráttarbíl eða verkstæði að ósk viðskiptavinar.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir í tilkynningu: „Það er ánægjulegt að bæta við þúsundum fjölskyldna í þessa þjónustu. Þetta gefur okkur færi á að bæta við nýju þjónustusvæði og þar með útvíkka starfsemi FÍB enn frekar."
Þór Sigfússon forstjóri Sjóvár segir að markmið þeirra sé að aðgreina  sig í samkeppninni og veita framúrskarandi þjónustu. „Með þessari nýju þjónustu geta viðskiptavinir okkar í Stofni treyst á að Sjóvá komi þeim til aðstoðar ef bíllinn bilar eða einhver vandamál koma upp."

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024