Ferðamenn hvattir til að versla meira í Leifsstöð
„Það er ekkert launungarmál, við viljum fá þá til kaupa meira og minnum þá hiklaust á hvað þeir fá mikið fyrir peningana hér í Leifsstöð þegar þeir lenda,“ sagði Guðný María Jóhannsdóttir, framkvæmdstjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar ohf. í samtali við vf.is.
Auglýsingaskilti framan við Fríhöfnina vakti athygli okkar á vf.is í morgun þegar við vorum á ferðinni í Leifsstöð Þegar ferðamenn koma niður rúllustigann komast þeir ekki hjá því að sjá skilaboðin á auglýsingaskiltinu. Þar eru ferðalangar spurði hvort þeir séu komnir til að skoða náttúruna eða til að nýta sér hagstætt gengi gjaldmiðilsins.
Guðný sagði að áætlanir félagsins varðandi fjölda ferðamanna fyrir fjóra fyrstu mánuðina hafi staðist en mikill samdráttur hefur orðið frá því í fyrra eða 25%. Guðný sagðist vona að svínaflensan myndi ekki hafa áhrif á ferðaþjónustuna sem virtist aðeins vera að rétta úr kútnum.
Alla vega minnti traffíkin í brottfararsal Leifsstöðvar á góðærið því hann var fullur um klukkan sex og langar biðraðir. Reyndar var hann tómur um klukkan átta en starfsmenn eru ekki óvanir því. Að sögn Guðnýjar bera ekki allir viðskiptaaðilar í stöðinni sig illa en þó er Fríhöfnin í þeim hópi enda eru viðskiptin mest þar við Íslendinga. Þess vegna er verið að hvetja útlendinga sem koma til landsins til að kíkja inn, nýta sér veika krónu, - og versla!