Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fer allt eftir hverjum er gefið gjöf.
Fimmtudagur 16. desember 2010 kl. 13:44

Fer allt eftir hverjum er gefið gjöf.

„Við erum með allt fyrir stelpuna, pæjuna og dömuna,“ sagði Guðrún Reynisdóttir eigandi Galleri Keflavík. Verslunin er staðsett að Hafnargötu 32 og selur tískuvörur fyrir kvenfólk. „Það er engin ein vara vinsælli en önnur fyrir jólin. Það fer allt eftir því hverjum er verið að gefa og hvernig fötum viðkomandi klæðist þannig að við ráðleggjum fólki við gjafakaupin“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðspurð hvernig traffíkin sé yfir jólatímann segir Guðrún hana mest vera fyrir jólaböllin og svo seinustu vikuna fyrir jól. „Ég er búin að vera í þessu í 20 ár og konurnar eru aðallega að koma og dressa sig upp fyrir jólaböllin og hlaðborðin. Fólk er ekki mikið á búðarölti nema seinustu vikuna fyrir jól. Fólkið sem kemur og kíkir inn er að koma til að versla og lítið er um að fólk komi bara til að skoða,“ segir Guðrún.