Farþegar Icelandair 80-85% útlendingar
Icelandair til Edmonton í fyrsta sinn. Stærsta flugáætlun Icelandair frá upphafi.
Beint áætlunarflug milli Íslands og Edmonton í Kanada, hófst í fyrradag en þá tók Boeing 757 þota Icelandair áloft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Flogið verður fjórum til fimm sinnum í viku til borgarinnar allt árið um kring.
Meðal farþega var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.Hann ætlaði að nýta ferðina til að tala við forráðmenn Albertafylkis og borgarstjóra Edmonton. Sigmundur sagði í viðtali við VF að miklir möguleikar væru hjá báðum þjóðum í málefnum norðurslóða. Hann ætlaði einnig að heilsa upp á Vestur Íslendinga í ferðinni en þeir eru fjölmennir í Edmonton og Alberta.
Birkir Holm, forstjóri Icelandair var einnig í hópnum sem fór í fyrstu ferðina til Edmonton. Hann sagði við VF að flugáætlun Icelandair fyrir árið 2014 væri sú stærsta í sögu félagsins og um 18% umfangsmeiri en á síðasta ári. Flug verður hafið til þriggja nýrra áfangastaða, Edmonton, Vancouver og Genfar, og ferðum fjölgað til ýmissa borga í Norður-Ameríku og Evrópu. Gert er ráð fyrir að farþegar Icelandair verði rúmlega 2,6 milljónir í ár, en voru 2,3 milljónir á síðasta ári. Farþegar Icelandair eru 80-85% útlendingar og því er mikil áhersla lögð á að finna áfangastaði út frá því að flytja farþega á milli Evrópu og N-Ameríku.
Birkir Holm ásamt fleiri farþegum á leið í Boeing 757 á leið til Edmonton.