Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

FAME er ný snyrtistofa í Reykjanesbæ:
Fimmtudagur 11. október 2007 kl. 16:09

FAME er ný snyrtistofa í Reykjanesbæ:

Snyrstistofan FAME opnaði formlega með pompi og pragt að Hafnargötu 34 á þriðudagskvöld. Eigandi staðarins er Arna Björk, naglafræðingur til tíu ára, en henni til fulltingis eru Helena Ína, sem sér um Ultratone-tæki á stofunni, og Jenný Lára, sem er förðunarfræðingur og stílisti. Það er því margt í boði á stofunni, sem hóf starfsemi á Ljósanótt.


Arna sagði í samtali við Víkurfréttir að henni litist afar vel á byrjunina hjá FAME og væri spennt fyrir framhaldinu, enda hafði það verið draumur hennar um nokkurra ára skeið að opna eigin rekstur og sló hún því til þegar þetta tækifæri gafst.

VF-mynd/Þorgils - Arna Björk, Jenný Lára og Helena Ína.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024