Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Erlend verslunarkeðja í Glerhúsið að Fitjum
Fimmtudagur 13. febrúar 2003 kl. 14:00

Erlend verslunarkeðja í Glerhúsið að Fitjum

Nú standa fyrir dyrum miklar breytingar á „Glerhúsinu“ sem stendur að Fitjum í Njarðvík, en nýlega keypti Ævar Ingólfsson umboðsmaður Toyota á Suðurnesjum húsið. Ævar sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri í samningaviðræðum við erlenda verslunarkeðju og er hann bjartsýnn á að samningar takist: „Við stefnum á að breytingum á húsinu verði lokið fyrir sumarið, en húsið mun stækka um 220 fermetra og verður í heildina tæpir 1000 fermetrar. Ég er bjartsýnn á að samningar við verslunarkeðjuna takist, en get ekkert fullyrt á þessu stigi.“
Ævar segir að hann sjái mikla möguleika á þessu svæði varðandi uppbyggingu verslunar: „Ég lít á þetta sem framtíðarverslunarsvæði og hef trú á því að verslun komi til með að færast út að Fitjum. Ég sé til dæmis fyrir mér að Rammahúsið verði nýtt undir verslanir,“ sagði Ævar í samtali við Víkurfréttir.


Skýringarmynd: Tölvugerð mynd af Glerhúsinu að Fitjum eins og það kemur til með að líta út.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024