Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Engin svör frá Marmeti
Marmeti sagði upp öllu starfsfólki sínu fyrir jólin. [email protected]
Föstudagur 31. janúar 2014 kl. 08:41

Engin svör frá Marmeti

Ráðuneyti krefst svara vegna fjárfestingarsamnings

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur ekki borist svar frá sjávarútvegsfyrirtækinu Marmeti í Sandgerði um það hvort forsendur fjárfestingarsamnings, sem ríkið gerði við fyrirtækið, séu brostnar.

Samið var um afslátt af sköttum og gjöldum og talið var að Marmeti ætti að geta skilað hagnaði næstu tíu árin. Eftir átta mánaða starfsemi var öllu starfsfólkinu sagt upp. Fyrir þremur vikum var Marmeti krafið svara og í gærmorgun ítrekaði ráðuneyti fyrirspurnina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins þann 31. janúar 2013. „Ég fagna mjög stórhug forsvarsmanna Marmetis og það segir sig sjálft að tilkoma hátæknifiskvinnslu sem veitir 40 manns atvinnu hefur gríðarmikla þýðingu fyrir Sandgerðisbæ og reyndar öll Suðurnesin. Þá fagna ég því sérstaklega að hér er á ferðinni  fjárfestingarsamningur um ívilnanir við íslenskt fyrirtæki en þess misskilnings hefur gætt að lögin um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og samningar sem gerðir eru á þeim grundvelli standi aðeins erlendum fjárfestum til boða, en svo er að sjálfsögðu ekki eins og undirritunin hér í dag sýnir. Ég treysti því að fleiri slíkir ívilnanasamningar komi í kjölfarið enda eru þeir öflugt verkfæri til að liðka fyrir nýfjárfestingum og uppbyggingu.“ sagði Steingrímur. sagði Steingrímur við undirritun samninganna fyrir ári síðan.

Vefur Rúv greinir frá.