Einar S. Valdimarsson ráðinn til SpKef
Einar S. Valdimarsson hefur verið ráðinn til SpKef sparisjóðs sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði.
Einar er með Cand. Oecon. próf frá viðskiptadeild Háskóla Íslands af endurskoðunarsviði og meistaragráðu í fjármála- og bankastarfsemi frá Háskólanum á Bifröst.
Einar starfaði frá árinu 1991 til 1996 sem kennari við Samvinnuháskólann, einkum í reikningshaldi og bókhaldi. Á árunum 1997 og 1998 var hann fjármálastjóri bílaumboðsins Jöfurs og síðar forstjóri Háskólabíós frá árinu 1999 til 2002.
Frá 2003 starfaði hann sem fjármálastjóri Iceland Express til ársins 2006 er hann hóf störf sem fjármálastjóri Háskólans á Bifröst ásamt því að kenna þar reikningshald og áætlanagerð. Einar er í sambúð með Áshildi Sveinsdóttur kennara og á hann 4 börn.