Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Föstudagur 9. apríl 1999 kl. 20:33

EIGENDASKIPTI Á VEIÐISLÓÐ

Útivistarverslunin Veiðislóð flutti sig um set þann 1. mars sl. Ekki var ferðin löng og mætti heldur nefna þetta tilfærslu innandyra í Hólmgarði en flutning en verslunin er nú staðsett á besta stað. Jafnframt fóru fram eigendaskipti en nýjir eigendur eru feðgarnir Jóhannes Ingiþórsson og Jón Ingiþór Jóhannesson. „Okkur langaði til að prófa eitthvað nýtt og þetta tengist okkar helsta áhugamáli, stangveiðinni. Veiðislóð er nú í bjartara og stærra húsnæði en áður og höfum við að auki fengið umboð fyrir Abu-Carcia veiðiútbúnaðinum og Berkley sem Stapafell hafði áður. Þá höfum við hjá okkur hina vinsælu „Lippur“ öngla frá Kusamo í Finnlandi. Svona verslunarrekstur er nokkuð kaflaskiptur eftir veiðitímabilum en svo erum við líka með hestavörur og bjóðum upp á sólarhringsþjónustu komi eitthvað upp á viðkvæmum augnablikum“ sagði Jóhannes í viðtali við VF. „Nú er vorveiðin framundan og vissara að fara að huga að búnaðinum.“ Texti og mynd: jak
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024