Eigendaskipti á 77 fasteignum í desember
	Á Suðurnesjum var 77 samningum þinglýst í desember síðastliðnum. Þar af var 51 samningur um eignir í fjölbýli, 19 samningar um eignir í sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.870 milljónir króna og meðalupphæð á samning 37,3 milljónir króna. 
	Af þessum 77 samningum voru 62 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 47 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.456 milljónir króna og meðalupphæð á samning 39,6 milljónir króna.
	
	
				
	
				


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				