Eggjabúið Nesbú ehf. kaupir rekstur eggjabúsins Gróðurs
Eigendur eggjabúsins Nesbú ehf. á Vatnsleysuströnd hafa keypt rekstur eggjabúsins Gróður ehf. í Keflavík.
Eggjaframleiðsla Gróðurs í Keflavík verður lögð niður og framleiðslan færð til Nesbús. Eigendur Gróðurs ehf. selja ekki fasteign og lóð í Grófinni en selja hinsvegar ungahús á Stapanum þar sem Nesbú mun áfram verða með starfsemi.
Eigendur Gróðurs ehf. þakka Suðurnesjamönnum sem og öðrum viðskiptavinum áratugalöng viðskipti og tryggð við framleiðslu búsins og jafnframt óska eigendur Nesbús eftir áframhaldandi góðum viðskiptum á Suðurnesjum.
Eggjaframleiðsla Gróðurs í Keflavík verður lögð niður og framleiðslan færð til Nesbús. Eigendur Gróðurs ehf. selja ekki fasteign og lóð í Grófinni en selja hinsvegar ungahús á Stapanum þar sem Nesbú mun áfram verða með starfsemi.
Eigendur Gróðurs ehf. þakka Suðurnesjamönnum sem og öðrum viðskiptavinum áratugalöng viðskipti og tryggð við framleiðslu búsins og jafnframt óska eigendur Nesbús eftir áframhaldandi góðum viðskiptum á Suðurnesjum.