EFF hefur reynst mjög farsæll kostur fyrir Reykjanesbæ
27. september 2009 ákvað Bæjarráð Reykjanesbæjar að sameinast um að leita til Capacent ráðgjafar um mat á reynslu Reykjanesbæjar af samstarfi við Eignarhaldsfélagið Fasteign, sem Reykjanesbær á ásamt 10 öðrum sveitarfélögum, Íslandsbanka og HR.
Niðurstöður liggja nú fyrir:
·        Í skýrslunni kemur fram það mat að EFF hefur verið hagkvæmari kostur en að halda húsnæðinu í eigu Reykjanesbæjar  og fjármagna það með lántökum. Skiptir þá ekki máli hvort það var með lántöku í krónum eða erlendri mynt. (bls. 3, 6)
·        Gjaldfærður kostnaður Reykjanesbæjar í ársreikningum undanfarin ár hefur verið lægri en ef sveitarfélagið hefði haldið sjálft á  eignum sínum og fjármagnað í verðtryggðum krónum. (bls. 3, 6 og 7)
·        Greiddir vextir EFF eru lægri en þeir vextir sem RNB hefði þurft að greiða af verðtryggðum íslenskum lánum, sem nemur nokkur hundruðum milljóna króna á tímabilinu 2003-2009 (bls. 8)
·        Fermetrar í notkun hjá Reykjanesbæ eru svipaðir og hjá þremur samanburðarsveitarfélögunum. Þeir eru  í  5,9 fermetrar á hvern íbúa árið 2009. Þar er Reykjanesbær nokkurn vegin mitt á milli  hæsta og lægsta gildis.  Þrjú önnur sveitarfélög voru könnuð með sama hætti. Reynist fermetrarými á íbúa vera upp í  11% meira  en hjá Reykjanesbæ eða 12% lægra.  Sveitarfélögin nýta eignir á bilinu 5,2 fermetrar -6,7 fermetrar á íbúa.
·        Í samanburði  við 2002 er svipuð þróun hjá Reykjanesbæ og Akureyri  í fermetrafjölda á íbúa. Því er ekki hægt að fullyrða að aðild að EFF hafi verið hvati til að auka húsnæðisrými umfram aðra.
·        Capacent staðfestir  niðurstöðu skýrslu KPMG um hagstæðari byggingarkostnað með aðferðum EFF en ef sveitarfélag hefði sjálft byggt.  Vitnað er í erlendar skýrslur því til stuðnings. Er munurinn rakinn til sérhæfingar EFF, stærðarhagkvæmni og möguleika á að ná hagstæðari samningum við byggingaraðila og markvissa ferlastjórnun.(bls.10)
·        Ekki hefur verið dregið úr viðhaldi  hjá EFF, þrátt fyrir efnahagsþrengingar. (bls. 12)
·        Þjónustukönnun Capacent frá 2008 sýndi að Reykjanesbær fékk einkunn yfir  landsmeðaltali fyrir þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Í nokkrum tilvikum snúa spurningar að ánægju með húsnæði.
Hér má sjá skýrslurnar sem um ræðir:
Skýrsla Capacent um reynslu Reykjanesbæjar um aðild að Fasteign hf.

(Tilkynning frá Reykjanesbæ)


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				