Dirty burger & ribs opnar í Reykjanesbæ
„Bærinn er á uppleið og við teljum að það sé pláss fyrir okkar gæða borgara“
Stefnt er að því að opna veitingastaðinn Dirty burger & ribs í gömlu Aðalstöðinni við Hafnargötu við hlið Domino's. Staðurinn mun opna í lok september.
„Við erum mjög spenntir fyrir því að opna í Aðalstöðinni og teljum að Reykjanesbær sé spennandi og skemmtilegur staður fyrir okkur. Bærinn er á uppleið og við teljum að það sé pláss fyrir okkar gæða borgara í veitingaflórunni sem er þar fyrir,“ sagði framkvæmdastjóristjóri staðarins í samtali við VF. Fyrirtækið er þegar farið að leita eftir starfsfólki.
Það verður í boði að sitja inni og en einnig verður hægt að taka með sér annað hvort úr salnum eða nota bílalúgu.