Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Deloitte gerir samning við AwareGo um upplýsingaöryggi
Ragnar Sigurðsson forstjóri AwareGo, Lárus Finnbogason sviðsstjóri endurskoðunarsviðs Deloitte og Rey Leclerc Sveinsson yfirmaður gagnaverndar og upplýsingaöryggis hjá Deloitte.
Þriðjudagur 27. ágúst 2013 kl. 11:07

Deloitte gerir samning við AwareGo um upplýsingaöryggi

Fyrirtækin Deloitte ehf. og AwareGo á Ásbrú hafa nýlega skrifað undir samning varðandi samstarf á sviði kennslu og þjálfunar í öryggisvitund og fylgnistjórnun. AwareGo útbýr meðal annars kennslumyndbönd með léttu ívafi sem sýnir fólki fram á mikilvægi upplýsingaöryggis og hvernig eigi að þjálfa starfsfólk í að þekkja hvernig á að verja og geyma viðkvæm gögn.

„Samkvæmt skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu Gartner er Deloitte  einn fremsti þjónustuaðili á sviði upplýsingaöryggis- og gæðamála í heiminum og með samstarfi við AwareGo er Deloitte að auka enn frekar þjónustuframboð sitt á því sviði, bæði á Íslandi sem og erlendis,“ segir Dr. Rey Leclerc Sveinsson, yfirmaður gagnaverndar og upplýsingaöryggis hjá Deloitte ehf. í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024