Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Datapipe fyrsti viðskiptavinur gagnaversins á Ásbrú
Fimmtudagur 6. október 2011 kl. 22:24

Datapipe fyrsti viðskiptavinur gagnaversins á Ásbrú

Datapipe og gagnaver Verne Global á Ásbrú hafa náð samningum um hýsingu á gögnum Datapipe í nýja gagnaverinu á Ásbrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Datapipe er bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í umhverfis- vænum lausnum í upplýsingatækni. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur veitt fyrirtækinu viðurkenningu vegna umhverfisstefnu þess.

Í yfirlýsingu forstjóra Datapipe, Robb Allen, segir að Verne gefi fyrirtækinu kost á því að halda áfram forystu í umhverfismálum.

Eins og greint hefur verið frá hér á vef Víkurfrétta þá er nýtt gagnaver Verne Global á leið í flutningaskip í Bretlandi strax eftir helgi en þar er það fyrirtækið Colt sem smíðað hefur nýtt grænt gagnaver sem sett verður saman úr 37 einingum í gömlu vöruhúsi Varnarliðsins á Ásbrú. Gert er ráð fyrir að gagnaverið verið komið í gagnið um áramót.

Fréttin á vef Datapipe.com