Daglegt flug Delta hefst á ný til Minneapolis
Flogið frá 24. maí til 3. september
Delta Air Lines byrjar að fljúga á ný milli Íslands og Minneapolis næstkomandi föstudag, 24. maí og verður flogið daglega til 3. september. Þetta er þriðja sumarið í röð sem Delta flýgur til Minneapolis/St. Paul. Þar með verða tvær flugferðir á dag í boði með Delta til Bandaríkjanna, en félagið flýgur allt árið til JFK flugvallar í New York.
„Alls býður Delta 5.400 flugsæti á viku milli Íslands og Bandaríkjanna í sumar, þegar eftirspurnin er hvað mest,“ segir Roberto Ioriatti, framkvæmdastjóri Atlantshafsflugs Delta Air Lines. „Við reynum að skera okkur úr með fjölbreyttum þægindum og þjónustu meðan á fluginu stendur til að gera sérhverja ferð að ánægjulegri upplifun, og þeir sem greiða lægstu fargjöldin eru þar ekki undanskildir.“
Mikill áhugi Bandaríkjamanna á Íslandi
Bandaríkjamenn eru fjölmennastir erlendra ferðamanna hér á landi. Frá því í mars 2018 til febrúar á þessu ári komu 685.000 þeirra með flugi. Delta vonast til að með sumaráætlun sinni, þar með talið 193 sætum í daglegu flugi frá Minneapolis, leggi félagið sitt lóð á vogarskálarnar fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Fjölbreyttir útivistarmöguleikar
Minneapolis/St. Paul er í Minnesota og þar bjóðast fjölbreyttir möguleikar fyrir útivistarfólk allan ársins hring. Kajaksiglingar eru vinsælar, enda státar Minnesota af 10 þúsund vötnum. Til fjalla finnast flúðasiglingar og fallahjólreiðar ásamt þúsundum kílómetra af göngustígum með stórkostlegu útsýni í kaupbæti.
Minneapolis og St. Paul hafa löngum verið vinsælar fyrir borgarferðir, jafnt til að versla, rölta um og njóta listviðburða. Veðrið þarf aldrei að trufla, því yfirbyggðu Skyways göngugöturnar í Minneapolis spanna 18 kílómetra og tengja saman hundruð versalana, veitingahúsa, hótela og þjónustufyrirtækja.
Margt innifalið
Innifalið í fargjaldinu með Delta til Bandaríkjanna á öllum farrýmum eru veitingar um borð, þar á meðal máltíðir, vín, bjór, freyðivín, gosdrykkir og að sjálfsögðu úrvals þjónusta. Allir farþegar hafa aðgang að afþreyingarkerfi og geta nýtt sér ókeypis samskiptatengingar með Messenger, WhatsApp og iMessage. Hægt er að tengjast háhraða interneti gegn vægu gjaldi. Enn meiri þægindi og úrval bjóðast svo á Delta Comfort+ og DeltaOne farrýmunum.. Líkt og fyrri ár er flogið milli Íslands og Bandaríkjanna með Boeing 757-200 þotum Delta.