Byggja Mótel í Vogum - tekið í notkun í sumar
Guðmundur Franz Jónasson og eiginkona hans, Ingileif Ingólfadóttir hafa hafið byggingu á móteli í Vogum. Bygging hófst fyrir rúmum 6 vikum og er áætlað að byggingu fyrstu álmu ljúki í júní en þau fengu lóðina fyrir u.þ.b 7 mánuðum.
Í júní verður fyrsta álma mótelsins tekin í notkun en þar eru átta tveggjamanna herbergi auk þess sem ráðgert er að ljúka við álmu með svefnpokaplássi. Guðmundur segir óvíst hvenær bygging annarrar álmu hefst og fer það allt eftir því hvernig gengur í sumar og er erfitt að spá fyrir um það. „Miðað við ásókn ferðamanna í farfuglaheimili sem rekið er í skólanum hérna á sumrin er alveg grundvöllur fyrir svona starfsemi hér“, segir Guðmundur.
Þetta gistifyrirkomulag er ekki mjög þekkt á Íslandi og er mótelið í Vogunum þriðji staðurinn á Íslandi sem auglýsir sig sem mótel. Þau hjónin stefna að því að vera með herbergi sem lýkjast hótelherbergjum, svefnpokapláss auk íbúða en hvenær allt verður tilbúið verður tíminn að leiða í ljós. „Þetta fyrirkomulag er vel þekkt í Bandaríkjunum og ég kynntist því vel þegar ég var þar á ferðalagi. Þetta hentar sumum að mörgum leyti betur en hótelin því hér er fólk meira útaf fyrir sig. Fólkið er með sér stæði og á milli herbergja er tvöföld einangrun. Rúmin eru sérstök hótelrúm sem ég pantaði frá Kanada og í framtíðinni ætlum við að bjóða upp á fjölnotasjónvarpskerfi og margt fleira. Herbergin eru hugsuð þannig að þægindi gesta eru í fyrirrúmi“, segir Guðmundur. Guðmundur og Ingileif eru frumkvöðlar á sínu sviði því það eru mjög fáir gististaðir sem bjóða upp á þrennskonar gistimöguleika. Íbúar í Vogum hafa tekið framtaki hjónanna mjög vel og allir hafa verið jákvæðir í þeirra garð þó sumum finnist þetta mikil bjartsýni. Þau hafa nú þegar fengið fyrirspurnir um opnun en ráðgert er að opna fyrstu álmuna í júní. Erfitt er að segja til um hvenær vinnu við mótelið verður alveg lokið en það er byggt í áföngum þannig að hægt er að opna eina og eina álmu í einu.
Guðmundur, sem er lærður matreiðslumaður, rekur einnig Áhús sem sér um innflutning á klæðningu, hurðum og þess háttar og fær því byggingarefni á góðum kjörum hjá erlendu fyrirtæki.
Í júní verður fyrsta álma mótelsins tekin í notkun en þar eru átta tveggjamanna herbergi auk þess sem ráðgert er að ljúka við álmu með svefnpokaplássi. Guðmundur segir óvíst hvenær bygging annarrar álmu hefst og fer það allt eftir því hvernig gengur í sumar og er erfitt að spá fyrir um það. „Miðað við ásókn ferðamanna í farfuglaheimili sem rekið er í skólanum hérna á sumrin er alveg grundvöllur fyrir svona starfsemi hér“, segir Guðmundur.
Þetta gistifyrirkomulag er ekki mjög þekkt á Íslandi og er mótelið í Vogunum þriðji staðurinn á Íslandi sem auglýsir sig sem mótel. Þau hjónin stefna að því að vera með herbergi sem lýkjast hótelherbergjum, svefnpokapláss auk íbúða en hvenær allt verður tilbúið verður tíminn að leiða í ljós. „Þetta fyrirkomulag er vel þekkt í Bandaríkjunum og ég kynntist því vel þegar ég var þar á ferðalagi. Þetta hentar sumum að mörgum leyti betur en hótelin því hér er fólk meira útaf fyrir sig. Fólkið er með sér stæði og á milli herbergja er tvöföld einangrun. Rúmin eru sérstök hótelrúm sem ég pantaði frá Kanada og í framtíðinni ætlum við að bjóða upp á fjölnotasjónvarpskerfi og margt fleira. Herbergin eru hugsuð þannig að þægindi gesta eru í fyrirrúmi“, segir Guðmundur. Guðmundur og Ingileif eru frumkvöðlar á sínu sviði því það eru mjög fáir gististaðir sem bjóða upp á þrennskonar gistimöguleika. Íbúar í Vogum hafa tekið framtaki hjónanna mjög vel og allir hafa verið jákvæðir í þeirra garð þó sumum finnist þetta mikil bjartsýni. Þau hafa nú þegar fengið fyrirspurnir um opnun en ráðgert er að opna fyrstu álmuna í júní. Erfitt er að segja til um hvenær vinnu við mótelið verður alveg lokið en það er byggt í áföngum þannig að hægt er að opna eina og eina álmu í einu.
Guðmundur, sem er lærður matreiðslumaður, rekur einnig Áhús sem sér um innflutning á klæðningu, hurðum og þess háttar og fær því byggingarefni á góðum kjörum hjá erlendu fyrirtæki.