BT OPNA Í REYKJANESBÆ Á LAUGARDAGINN
Ákveðið hefur verið að opna fjórðu BT verslunina í Reykjanesbæ, að Hafnargötu 31 Keflavík, þar sem verslun Tölvuvæðingar var áður til húsa.Keflvíkingurinn galvaski Skarphéðinn Jónsson tekur þar við starfi verslunarstjóra. BT Reykjanesbæ mun bjóða upp á gott vöruúrval á hinu landskunna BT verði. Aðspurður sagðist Skarphéðinn fagna þessu tækifæri og komu BT í bæinn. Hann segir fulla þörf á verslun af þessi tagi á staðnum því aukin samkeppni muni eins og alltaf á endanum skila sér í vasa neytenda.Opnunardagurinn verður 16. október klukkan 10:00 stundvíslega og að vanda verða ótrúleg opnunartilboð á boðstólum. Af þessu tilefni vill BT músin bjóða alla íbúa Reykjanessbæjar hjartanlega velkomna.