Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Breytingum fagnað hjá Matarlyst
Sunnudagur 4. febrúar 2007 kl. 18:08

Breytingum fagnað hjá Matarlyst

Matarlyst hefur verið skipt upp í tvö fyrirtæki, annars vegar Matarlyst ehf sem er veislu og framleiðslueldhús og hins vegar Skólamatur ehf sem annast framleiðslu skólamáltíða. Tekin hefur verið í notkun ný aðstaða við Iðavelli fyrir Matarlyst þannig að framleiðslueldhúsin eru aðskilin.  Fjöldi gesta fagnaði þessum tímamótum á föstudaginn með eiganda og starfsfólki fyrirtækjanna.

Eigandinn Axel Jónsson hefur unnið að þróun verkefnisins um heitar skólamáltíðir og miðlægt skólaeldhús í 10 ár. Í dag framleiðir fyrirtækið hádegisverði fyrir 17 skóla og tvo leikskóla á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Viðskiptin hafa verið að aukast jafnt og þétt. Séð er fram á áframhaldandi vöxt á næstu árum sem kallaði á þessar breytingar en með þeim eykst rýmið á Iðavöllum 1 þar sem skólamaturinn er framleiddur.

Þessa dagana er verið að ljúka við að koma upp salat- og meðlætisbörum í öllum þeim skólum sem fyrirtækið þjónar. Axel segir það viðleitni til að bjóða börnum upp á heilusamlegan mat, sem verið hefur leiðarljós fyrirtækisins frá upphafi.

Efri mynd: Fjöldi gesta fagnaði með eiganda og starfsfólki á föstudaginn. Hér er hluti þeirra.
Neðri mynd: Axel Jónsson steig á stokk, eða stól öllu heldur, og flutti ræðu í tilefni dagsins.

 

VF-myndir: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024