Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Breytingar á afgreiðslu Sparisjóðsins í Njarðvík
Mánudagur 10. maí 2010 kl. 10:04

Breytingar á afgreiðslu Sparisjóðsins í Njarðvík


Afgreiðsla Sparisjóðsins í Njarðvík mun taka nokkrum breytingum síðar í þessum mánuði. Breytingarnar felast fyrst og fremst í því að afgreiðslutími útibúsins verður styttur.


Frá og með þriðjudeginum 25. maí verður boðið upp á hefðbundna gjaldkeraþjónustu í útibúinu í Njarðvík frá kl. 12.00-16.00 en önnur starfsemi verður flutt í höfuðstöðvarnar í Keflavík. Viðskiptavinir Sparisjóðsins munu áfram njóta sömu þjónustu og verið hefur og hafa aðgang að þjónustufulltrúum sínum, einungis á nýjum stað. Þjónusta við viðskiptavini í gegnum tölvupóst, síma og heimabanka verður efld og þeim sem hafa áhuga á að setja upp heimabanka boðin aðstoð við það. Bankanúmerið 1191 verður óbreytt og engin breyting verður á reikningsnúmerum viðskiptavina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það er stefna Sparisjóðsins að þjóna hagsmunum viðskiptavina sinna eins vel og kostur er og er þessi breyting liður í því að styrkja starfsemi Sparisjóðsins til framtíðar, segir í tilkynningu.