Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 14. ágúst 2001 kl. 09:17

Blómasmiðja Ómars á nýjum stað

Ómar Ellertsson sem rekur Blómasmiðju Ómars hefur opnað verslun sína á sýjum stað. Blómasmiðjan, sem áður var staðsett á Hafnargötu 36, er nú kominn að Hafnargötu 32.
Viðtökur hafa verið frábærara að sögn Ómars en í nýja húsnæðinu er vinnuaðstaða mun betri.
„Þótt búðin sé svipað stór og sú gamla þá er mun meiri lofthæð hérna auk þess sem vinnuaðstaða hér er betri.“ Viðskiptavinir geta sótt pantanir í porti bakvið búðina. Það tók starfsfólkið aðeins eina helgi að flytja af gamla staðnum en eins og Ómar segir þá er starfsfólkið eins og ein stór fjöslkylda „Helsti gallinn við Hafnargötuna er hins vegar bílastæðaskortur. Það eru ekki nærri nógu mörg bílastæði“, segir Ómar. Í nýju versluninni er mikið af nýjum vörum s.s. gjafavörum en stærsta merkið þar er frá danska framleiðandanum Borste. Í haust mun verslunin síðan standa fyrir ýmsum uppákomum fram að jólum. Á Ljósanótt verður rósasýning í Blómasmiðjunni þar sem margar tegundir verða til sýnis. Verslunin er opin sunnudaga til miðvikudaga frá kl. 10-19 og fimmtudaga til laugardaga frá kl. 10-21.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024