Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

 Blikksmiðir sameinast á Ásbrú
Fimmtudagur 14. júní 2012 kl. 18:20

Blikksmiðir sameinast á Ásbrú

Tveir blikksmíðameistarar hafa sameinað krafta sína í blikksmiðju á Ásbrú í Reykjanesbæ. Jóhann Ingason hefur rekið Blikksmiðju Jóa í nokkur ár að Klettatröð 5 á Ásbrú. Þar var áður blikksmiðja Íslenskra aðalverktaka og þar hafði Jóhann starfað síðan 1972.

Þegar Davíð R. Sigurðsson blikksmíðameistari var að leita sér að húsnæði fyrir sína starfsemi lágu leiðir þeirra Jóhanns og Davíðs saman. Jóhann var einn í stóru blikksmíðaverkstæði við Klettatröð og þar var pláss fyrir annan blikksmið. Jóhann þekkti til Davíðs og sagði orðspor hans gott og því var ákveðið að þeir deildu saman verkstæði. Þar starfa þeir nú hlið við hlið, vinna báðir sjálfstætt en bjóða einnig saman í stærri verkefni.

Í samtali við Víkurfréttir sögðu þeir félagar að verkefnastaðan væri með ágætum og nóg að gera framundan. Starfsmenn fyrirtækjanna væru tveir til fimm eftir verkefnum en blikksmiðjurnar taka að sér alla almenna blikksmíðavinnu og skiptir þá engu hvort um er að ræða klæðningar, loftræstikerfi eða aðra sérsmíði.

Þeir sem vilja setja sig í samband við blikksmiðina, þá er Jóann með síma 660 6200 og Davíð er í síma 861 0592.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024