Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Blend of America opnar í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 25. október 2005 kl. 17:38

Blend of America opnar í Reykjanesbæ

Í lok nóvember er áætlað að verslunin Blend of America opni að Hafnargötu 50 í Reykjanesbæ.

Blend of America er ört vaxandi fyrirtæki í fatabransanum í Evrópu í dag en fyrirtækið var stofnað árið 1994 af Brandtex sem er annað stærsta fatafyrirtæki Danmerkur.

Fyrsta Blend verslunin var opnuð á Spáni í ágúst 2002 en fyrsta Blend verslunin á Íslandi opnaði í Smáralindinni skömmu síðar eða í maí 2003. Hún var sú þriðja í röðinni og í apríl 2004 opnaði Blend í Kringlunni, í dag eru verslanir Blend orðnar fleiri en 100 en Blend opnar u.þ.b. eina verslun á viku.

Blend verslunin í Keflavík mun hafa á boðstólnum Blend herralínu, Blend She dömulínuna ásamt góðu úrvali af skóm og fylgihlutum. Blend verslunin í Reykjanesbæ mun líta út eftir eftir stöðlum Blend og mun uppsetningarteymi frá Blend setja upp búðina.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024