Bláa lónið undirritar lánasamning
Bláa Lónið hf. og Sparisjóðurinn í Keflavík ásamt HSH Nordbank AG, Sparisjóði Mýrarsýslu, SPRON, Sparisjóði Hafnarfjarðar, Sparisjóði vélstjóra og Sparisjóðabanka Íslands hafa undirritað lánssamning vegna framkvæmda við Bláa Lónið – heilsulind og uppgreiðslu á fjárfestingaláni fyrirtækisins. Lánssamningurinn hljóðar upp á 22 milljóna Evra.
Undirritunin fór fram í Bláa Lóninu – heilsulind fimmtudaginn 6. apríl.
Framkvæmdir við stækkun og endurhönnun Bláa Lónsins – heilsulindar eru hafnar, en heilsulindin er í dag meðal þekktustu heilsulinda heims. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf., segir að tilgangur félagsins með stækkun og breytingum á heilsulindinni sé að auka enn frekar á upplifun gesta heilsulindarinnar.
Sparisjóðurinn í Keflavík, sem er í forsvari fyrir lánveitendur, er viðskiptabanki Bláa Lónsins hf. Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri SPKEF sagði það ánægjulegt fyrir sparisjóðinn að geta veitt fyrirtækinu heildarþjónustu og komið með öflugum hætti að uppbyggingu þess.
Á myndinni talið frá vinstri: Gunnar Svavarsson frá SPB, Sighvatur Sigfússon frá SPV, Þórný Pétursdóttir frá SPRON, Geirmundur Kristinsson frá SPKEF, Gísli Kjartansson frá SPM, Gunnar Petersen frá HSH-Nordbank AG og Grímur Sæmundsen frá Bláa Lóninu.
Undirritunin fór fram í Bláa Lóninu – heilsulind fimmtudaginn 6. apríl.
Framkvæmdir við stækkun og endurhönnun Bláa Lónsins – heilsulindar eru hafnar, en heilsulindin er í dag meðal þekktustu heilsulinda heims. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf., segir að tilgangur félagsins með stækkun og breytingum á heilsulindinni sé að auka enn frekar á upplifun gesta heilsulindarinnar.
Sparisjóðurinn í Keflavík, sem er í forsvari fyrir lánveitendur, er viðskiptabanki Bláa Lónsins hf. Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri SPKEF sagði það ánægjulegt fyrir sparisjóðinn að geta veitt fyrirtækinu heildarþjónustu og komið með öflugum hætti að uppbyggingu þess.
Á myndinni talið frá vinstri: Gunnar Svavarsson frá SPB, Sighvatur Sigfússon frá SPV, Þórný Pétursdóttir frá SPRON, Geirmundur Kristinsson frá SPKEF, Gísli Kjartansson frá SPM, Gunnar Petersen frá HSH-Nordbank AG og Grímur Sæmundsen frá Bláa Lóninu.