Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Föstudagur 25. júlí 2003 kl. 18:51

Bláa lónið opnar verslun í Reykjavík

Bláa Lónið hf hefur opnað verslun í Ingólfsnausti að Aðalstræti 2 þar sem Höfuðborgarstofa er m.a. til húsa en margir þekkja húsið sem Geysishús. Verslunin er fyrsta verslun fyrirtækisins á Reykjavíkursvæðinu en fyrir eru verslun í heilsulindinni og búð-í-búð verslun í Íslenskum Markaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig rekur fyrirtækið netverslun á vefsvæðinu www.bluelagoon.is.Í versluninni er mest áhersla lögð á Blue Lagoon Iceland húðverndarvörurnar sem allar eru byggðar á einstökum virkum efnum Bláa lónsins sem eru sölt, kísill og blágrænir þörungar. Andlits, bað, meðferðar og spa vörur eru fáanlegar en samtals telur vörulínan 40 vörutegundir auk fylgihluta.
Opnun verslunarinnar eykur enn á þá þjónustu sem Bláa Lónið hf veitir viðskiptavinum sínum. Anna G. Sverrrisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bláa Lónsins hf, segir verslunina vera mikilvægt skref í þeirri viðleitan fyrirtækisins að koma til móts við innlenda jafnt sem erlenda viðskiptavini. ”Staðsetning verslunarinnar í hjarta Reykjavíkur er þægileg fyrir i erlenda viðskiptavini sem vilja nálgast vörurnar á höfuðborgarsvæðinu og hinn ört vaxandi hóp íslenska notenda.”

Verslunin er opin alla daga frá 10:00 – 18:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024