Bláa lónið opnar nýja verslun
Ný Blue Lagoon verslun opnaði laugardaginn 17. júní að Laugavegi 15. Bláa Lónið leggur mikla áherslu á hönnun umhverfis og mannvirkja og var hönnun verslunarinnar í höndum ítalska hönnunarfyrirtækisins Design Group Italia www.designgroupitalia.com.
Sigurður Þorsteinsson, iðnhönnuður og einn eigenda Design Group, hafði yfirumsjón með hönnun verslunarinnar og var áhersla lögð á að skapa tengingu við einstakt umhverfi og mannvirki Bláa Lónsins.
“Bláa Lónið er dæmi um einstakt samspil orku, náttúru og vísinda. Í versluninni upplifa gestir þessa sömu þætti en hraun, stál og gler er áberandi í versluninni,” segir Sigurður. Bláa Lónið leggur mikinn metnað í hönnnun og eru verslanirnar engin undantekning.”
Blue Lagoon húðvörurnar eru fáanlegar í hinni nýju verslun. Hátt í 30 vörur sem allar innihalda virk efni Bláa lónsins: steinefni, kísil og þörunga eru fáanlegar. Vörunum er skipt í þrjá meginflokka þ.e. vörur sem hreinsa, veita orku og næra húðina.
Sigurður Þorsteinsson, iðnhönnuður og einn eigenda Design Group, hafði yfirumsjón með hönnun verslunarinnar og var áhersla lögð á að skapa tengingu við einstakt umhverfi og mannvirki Bláa Lónsins.
“Bláa Lónið er dæmi um einstakt samspil orku, náttúru og vísinda. Í versluninni upplifa gestir þessa sömu þætti en hraun, stál og gler er áberandi í versluninni,” segir Sigurður. Bláa Lónið leggur mikinn metnað í hönnnun og eru verslanirnar engin undantekning.”
Blue Lagoon húðvörurnar eru fáanlegar í hinni nýju verslun. Hátt í 30 vörur sem allar innihalda virk efni Bláa lónsins: steinefni, kísil og þörunga eru fáanlegar. Vörunum er skipt í þrjá meginflokka þ.e. vörur sem hreinsa, veita orku og næra húðina.