Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Bláa Lónið: Opna verslun og Spa svæði í Leifsstöð
Fimmtudagur 31. ágúst 2006 kl. 18:29

Bláa Lónið: Opna verslun og Spa svæði í Leifsstöð

Um 200 gestir voru viðstaddir opnun nýrrar Blue Lagoon verslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. Í versluninni er hægt að festa kaup á Blue Lagoon húðvörum og þá er þetta fyrsta spa þjónustan sem er í boði í flugstöðinni en spa svæði er að finna í mörgum helstu flugstöðvum heims.

Orkumeðferðir fyrir hendur  og fætur eru í boði á spa svæði verslunarinnar.  Meðferðirnar byggja á hreinum Blue Lagoon jarðsjó og Blue Lagoon húðvörum. Þær hreinsa og næra húðina og veita vellíðan og slökun.

Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins hf., segir opnun verslunarinnar vera ánægjulegt skref fyrir Bláa Lónið hf. „Í starfsemi okkar leggjum við  áherslu á nýsköpun og þróun. Verslunin og spa meðferðir í flugstöðinni er þjónusta sem okkur þykir sérstaklega ánægjulegt að geta veitt bæði íslenskum og erlendum farþegum sem eiga leið um flugstöðina.”

Hönnun verslunarinnar er í höndum ítalska hönnunarfyrirtækisins Design Group Italia. Í veggjum verslunarinnar rennur vatn sem er táknrænt fyrir Bláa lónið.

VF-mynd/ [email protected] – Anna Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Bláa Lónsins t.h., Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsin f.m. og Emma Hanna Einarsdóttir verslunarstjóri  t.v. við opnun Blue Lagoon verslunarinnar í Leifsstöð í dag.

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024