Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 10. janúar 2002 kl. 22:34

Bláa lónið hlýtur markaðsverðlaun ÍMARK

Bláa lónið hf. fékk markaðsverðlaun ÍMARK en verðlaunin voru veitt í dag og tók Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, við verðlaununum. Hann sagði við þetta tækifæri að með þessu væri starfsmönnum sýnd mikil viðurkenning og jafnframt væru verðlaunin starfsmönnum mikil hvatning. Þetta er í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt og er þetta í jafnframt í fyrsta sinn sem Suðurnesjafyrirtæki hlýtur verðlaunin.

Háskólinn í Reykjavík og Pharmaco voru tilnefnd til markaðsverðlaunanna að þessu sinni auk Bláa lónsins. ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, veitir þessi verðlaun árlega og velur jafnframt markaðsmann ársins en hann verður jafnframt fulltrúi Íslands í vali á markaðsmanni Norðurlanda.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024