Bláa Lónið hlýtur hvatningarverðlaun Ferðamálaráðs
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, afhenti Bláa Lóninu fyrstu hvatningarverðlaun Ferðamálaráðs í heilsutengdri ferðaþjónustu á ráðstefnu um heilsutengda ferðaþjónustu sem haldinn var í Eldborg, Hitaveitu Suðurnesja fyrir stuttu.Það var Grímur Sæmundsson, stjórnarformaður Bláa Lónsins sem tók við verðlaununum úr höndum samgönguráðherra en þetta er í fyrsta sinn sem Ferðamálaráð veitir slík verðlaun.