Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bláa Lónið framleiðir orkute
Sunnudagur 27. ágúst 2006 kl. 13:26

Bláa Lónið framleiðir orkute

Bláa Lónið í Svartsengi hefur sett á markaðinn orkute sem er enn ein nýjungin hjá fyrirtækinu. Um er að ræða jurtate sem veitir aukna orku, jafnvægi og vellíðan.

Jurtirnar í teinu eru sérvaldar úr íslenskri náttúru og er teið koffeinlaust. Í teinu eru hvannarlauf sem hafa örvandi áhrif á meltingarveginn, mjaðurjurt sem er bæði bólgueyðandi og verkjastillandi.

Teið er hægt að nálgast í verslunum Bláa Lónsins eða í netverslun fyrirtækisins sem hægt er að finna á www.bluelagoon.is

Bláa Lónið rær hér á tiltölulega ný mið með framleiðslu orkutesins en fyrirtækið hefur aðallega staðið í framleiðslu á kremum, hár- og líkamssápum ásamt nuddolíum og fleiru þessu tengdu.

www.bluelagoon.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024